Tap á Selfossi þrátt fyrir góðan leik

16. júní 2011. Haukar heimsóttu Selfoss í toppslag fyrstu deildar kvenna og urðu úrslit leiksins 1 – 0 fyrir heimamenn á Selfossi.

Í spjalli við Heimi Porca þjálfara Hauka eftir leik kom fram að óheppni hefði ráðið því að Haukar unnu ekki leikinn. Haukastúlkur hefðu spilað mjög vel, ráðið gangi leiksins og skapað sér fjölda góðra marktækifæra en ekki náð að skora.  Þannig væri þetta stundum í fótboltanum og síðan óvænt og gegn gangi leiksins á lokamínútunni náði Selfoss að skora eina mark leiksins.

Heimir Porca sagði að næsta skref væri að undirbúa sig fyrir næsta leik sem væri við Fjölni í Grafarvoginum föstudaginn 24. júní nk.

 

                                     Áfram Haukar!