Töp hjá stelpunum okkar í gær

HaukarStelpurnar okkar í handbolta og körfubolta léku í gær heimaleiki í Scenkerhöllinni á Ásvöllum. Ekki var dagurinn okkur góður því körfuboltastelpurnar lutu í gras fyrir Njarðvík 64-71 og sitja eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, jafn mörg og KR sem er í þriðja sætinu. Njarðvík er hins vegar í öðru sætinu með 32 stig.

Í handboltanum beið Haukastelpna erfiður andstæðingur þegar Framstúlkur koma í heimsókn. Reyndust þær bláklæddu úr Fram okkur einfaldlega of sterkar og unnu með fjögurra marka mun 28-24. Haukastelpur eru í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig, jafn mörg og KA/Þór. Sjötta sæti deildarinnar er síðasta sæti sem gefur keppnisrétt í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.