Skemmtilegt námskeið í knattspyrnu fyrir stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára þar sem höfuðáhersla verður lögð á tæknikennslu.
Börn á aldrinum 8-13 ára eru meðtækilegust fyrir nýju hreyfimynstri og því er tækniþjálfun á þessum aldri mjög mikilvæg. Lögð verður áhersla á einstaklingskennslu þ.e. að hver og einn fái sem mest út úr námskeiðinu.
Þjálfarar verða Ágúst Haraldsson og Árni Hjörvar Hilmarsson, haukaþjálfarar. Þeir eru þaulreyndir með áratugareynslu af yngri flokka þjálfun. Báðir þjálfararnir hafa verið duglegir að viða að sér reynslu og að fara á þjálfaranámskeið.
Hvenær: 20.-24. júní
Klukkan: 11:00-13:00
Verð: 8.500
Fjöldatakmörkun: 30 iðkendur
Skráning fer fram inn á haukar.is í gegnum skráning í „Sumaríþróttaskólann“.