Sverrir og Hróar í Hauka

HaukarÍ dag gengu Haukar frá tveimur félagsskiptum í knattspyrnunni, en þeir Sverrir Garðarsson, varnarmaður og Hróar Sigurðsson, vinstri bakvörður hafa gert félagsskipti yfir í Hauka.

Hróar Sigurðsson kemur til Hauka frá KR á lánssamningi en Sverrir Garðarsson gengur alfarið yfir til Hauka. 

Sverrir gekk í vetur til liðs við ÍBV og lék með þeim í Lengjubikarnum, hann gerði hinsvegar bara nokkra mánuða samning við ÍBV og var sá samningur ekki framlengdur, hann hefur undanfarnar vikur æft og leikið æfingaleiki með Haukum. Sverrir hefur nánast allan sinn feril leikið með FH en hann lék einnig í atvinnumennsku í Svíþjóð. 

Hróar Sigurðsson er öllu yngri og reynslu minni en Sverrir. Hróar er fæddur árið 1992 og gekk uppúr 2.flokki KR eftir síðasta tímabil en hann varð Íslandsmeistari með 2.flokki sumarið 2009 sem og að sjálfsögðu með KR í Pepsi-deildinni í fyrra, en hann kom við sögu í einum leik. Hróar er örvfættur og getur spilað bæði í vinstri bakverði sem og á vinstri kantinum.

 Eins og fyrr segir, hafa bæði Sverrir og Hróar fengið nú leikheimild með Haukum og geta þeir báðið leikið fyrsta leik Hauka á tímabilinu, er Tindastóll mætir á DB Schenkervöllinn á laugardaginn næstkomandi, klukkan 14:00. 

Við bjóðum þá báða að sjálfsögðu velkomna í Hauka og óskum þeim sem og öllu liðinu vel gengni í sumar.

ÁFRAM HAUKAR!