Sverrir Þorgeirsson úr Skákdeild Hauka hefur verið valinn til að keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem er einstaklingskeppni.
Sverrir er langstigahæstur íslenskra keppenda á aldrinum 13-14 ára og hefur hvorki meira né minna en 1870 íslensk skákstig og er rúmum 100 stigum hærri en næsti maður.
Til undirbúnings undir norðurlandamótið tekur Sverrir nú þátt í Skákþingi Reykjavíkur sem hófst síðasta sunnudag. Sverrir vann annan landsliðsmann Dag Andra Friðgeirsson í 1. umferð en hann teflir í flokki 10 ára og yngri á NM.
Alls eru 10 keppendur frá Íslandi í 5 flokkum og er einn þeirra Svanberg Már Pálsson 1765 aðstoðarþjálfari unglingastarfs Hauka sem keppir í flokki 11-12 ára og auk þess fer Páll Sigurðsson barna og unglingaþjálfari Hauka með sem fararstjóri.