Sverrir Þorgeirsson í 1-3 sæti

Sverrir, sem teflir fyrir Skákdeild Hauka, endaði í 1-3 sæti á landsmótinu í Skólaskák í eldri flokki ásamt 2 öðrum keppendum eftir æsispennandi mót.

Sverrir þarf því að fara í aukakeppni um titilinn og riddarann góða en þetta var í 8. sinn sem keppt er í landsmótinu.

En fleiri Hafnfirðingar voru með því Svanberg Már Pálsson Hvaleyrarskóla sem er aðstoðarþjálfari Unglingastarfs Hauka sigraði yngri flokk Landsmótsins og varð því Íslandsmeistari í skólaskák en Sverrir á einmitt möguleika á sama titli í eldri flokki.

sjá mótstöflu og myndir á www.skaksamband.com