Svekkjandi tap gegn FH

HaukarHaukastelpur töpuðu gegn nágrönnunum í FH 30-31 í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardag eftir að hafa leitt 14-11 í leikhléi. Úrslitin í meira lagi svekkjandi fyrir Haukaliðið sem hefur frekar illa að ná í stig í síðustu leikjum. Í umfjöllun handbolti.org um leikinn segir:

Það var sannkallaður grannaslagur í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag. þegar Haukar fengu FH í heimsókn. Fyrri hálfleikur liðanna í dag var nokkuð jafna en þó höfðu Haukar frumkvæðið af mestu leyti. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og buðu stelpurnar upp á sannkallaðan spennuleik þar sem að úrlitin réðust ekki fyrr en undir lokin. Svo fór að FH sigraði leikinn með minnsta mun. Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem er fædd 1997, fór hreinlega á kostum í leknum og skoraði fjórtán mörk. Sigurinn skilaði FH stúlkum upp að hlið Stjörnunnar í 4.-5. sæti deildarinnar með átján stig. Haukar eru áfram í 8. sætinu með átta stig.

Mörk Hauka: Marija Gedrot 10, Viktoría Valdimarsdóttir 7, Agnes Ósk Egilsdóttir 5, Herdís Hallsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2

Næsti leikur stelpnanna okkar er á laugardaginn næst komandi kl.13:00 á heimavelli Stjörnunar í Garðabæ.