Sveinn Þorgeirsson gengur til liðs við Hauka

Sveinn Þorgeirsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar, stuttu eftir undirritun samningsinsSveinn Þorgeirsson, skytta úr Víkingi, hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Hauka. Sveinn er 23 ára og er uppalinn Fjölnismaður. Sveinn var markahæsti leikmaður Víkings á nýliðinni leiktíð með tæp hundrað mörk. Hann er öflugur varnarmaður og sterkur karakter innan vallar sem utan. Sveinn styrkir því lið Hauka fyrir baráttuna á komandi leiktíð, jafnt í deildinni hér heima og utan landsteinanna þar sem félagið stefnir á þátttöku í Evrópukeppninni líkt og í ár. Haukar bjóða Svein velkominn til félagsins og hlakka til að njóta krafta hans á komandi leiktímabilum.