Sveinn Ómar og Kristrún körfuknattleiksfólk Hauka 2008

Þau Kristrún Sigurjónsdóttir og Sveinn Ómar Sveinsson eru körfuknattleiksfólk Hauka fyrir árið 2008. Verða þau þar með í kjöri til íþróttmanns Hauka sem verður valinn á gamlársdag.

 

Útnefning þeirra var tilkynnt í jólaveislu körfuknattleiksdeildarinnar á föstudagskvöld en þetta er annað árið í röð sem Kristrún er útnefnd körfuknattleikskona Hauka og í fyrsta Skipti sem Sveinn Ómar er útnefndur.

 

Heimasíðan óskar þeim til hamingju.

 

Efri mynd: Sveinn Ómar Sveinsson er stigahæsti leikmaður Hauka á tímabilinu – Arnar Freyr Jónsson

 

Neðri mynd: Landsliðskonan Kristrún Sigurjónsdóttir hefur spilað frábærlega á árinu – Gísli Freyr Svavarsson