Haukar skrifuðu undir samninga við tvo leikmenn í dag sem taka munu slaginn með liðinu í Dominosdeildinni í vetur þegar þeir Svavar Páll Pálsson og Brynjar Ólafsson gengu til liðs við félagið. Er því ljóst að meðalhæð liðsins hækkar umtalsvert enda báðir leikmenn um eða yfir tvo metra.
Svavar er vel þekkt stærð í boltanum og mun styrkja Hauka í baráttunni í kringum körfuna. Svavar er 32 ára miðherji og um tveir metrar að hæð en fram að þessu hefur Svavar spilað allan sinn feril með Hamri og síðast tímabilið 2011-2012 í 1. deildinni.
Brynjar Ólafsson er 28 ára Vestmanneyingur. Brynjar er 205 cm á hæð og hefur einungis spilað með ÍBV. Verður þetta því frumraun Brynjars á í efstu deild.
Haukar bjóða þessa kappa velkomna til leiks.