Sumaríþróttaskóli Hauka hefst á mánudaginn

Haukar logo fréttirSumaríþróttaskóli Hauka sem starfræktur hefur verið síðustu ár og hefur vakið mikla lukku hjá krökkum mun hefjast mánudaginn 14. júní.

Í skólanum er margt í boði og hægt að velja um fjölda hópa. Eins og síðustu ár mun verða leikjanámskeið, knattspyrnunámskeið, körfuknattleiksnámskeið og handknattleiksnámskeið. Öll þessi námskeið eru fyrir hádegið og svo er leikjanámskeiðið eftir hádegi þar sem farið verður í hinar ýmsu íþróttir, farið í sund, veiði, hjólreiðatúra og ýmistlegt fleira skemmtilegt.

Að auki er boðið uppá körfuknattleiks- og handknattleiks námskeið milli kl. 16 – 18 fyrir 12 – 16 ára og hvetjum við alla til að mæta á það. Knattspyrnan er svo með námskeið líka fyrir eldri krakka sem er undir handleiðslu Luka Kostic.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um námskeiðin og greiðsluupplýsingar og kostnað á eftirfarandi slóð: http://www.haukar.is/?page_id=189