Sumarið er komið – Heimaleikur gegn Þrótti í fyrsta leik sumarsins í dag kl. 19.00

Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari mfl. karlaStuðningsmenn Hauka ætla að fjölmenna á Schenkervöllinn í dag kl. 19.00 en þá mun meistaraflokkur karla í fótbolta fá Þrótt í heimsókn í fyrsta leik okkar manna í Íslandsmótinu. 
Sigurbjörn Hreiðarsson tók við þjálfun liðsins eftir síðasta tímabil og teljum við okkur vera með sterkan og skemmtilegan hóp fyrir átökin í sumar og stemmningin í hópnum er mjög góð! 
Það er sérstaklega góð stemning í Haukum þessa dagana og stuðningur Haukafólks við piltana í handboltanum í úrslitakeppninni hefur verið stórkostlegur. Drengirnir okkar í fótboltanum þurfa einnig stuðning og það er mikilvægt að stuðningurinn sé öflugur frá fyrsta leik. 
Við vekjum athygli á því að kl. 18.00 kveðja getraunasnillingar veturinn með glæsilegri uppskeruhátíð í Samkomusalnum. Veislustjóri verður Ágúst Sindri Karlsson og kynnir Jón Björn Skúlason.

Áfram Haukar!