Styttist í stórleikinn – veitingasala fyrir leik

HaukarNú styttist hratt í stórleik Hauka og ÍR, sem fram fer í Schenkerhöllinni í kvöld kl.20.00. Við mælum með að Haukafólk mæti snemma á leikinn og fái sér Hamborgara og/eða pylsur sem verða seld á vægu verði fyrir leikinn, einnig verður í boði andlitsmálning fyrir börnin. Veitingasalan hefst kl.19.00 og andlitsmálningin einnig. 

Eitt af því góða við að mæta snemma er að þannig nær fólk sér í sem best bílastæði, Haukar vilja beina því til fólks að leggja bílum sínum löglega á svæði félagsins, ekki upp á köntum eða á svæðum sem eru gulmerkt. Einnig eru vinsamleg tilmæli frá stjórn félagsins að fólk sem ætlar á leikinn leggi fjærst húsinu því samtímis leiknum fer fram stór samkoma í samkomusal hússins.

Hlökkum til að sjá ykkur! Áfram Haukar!