Nú eru aðeins tveir dagar í að Haukar í meistaraflokki karla í handbolta leika sinn annan leik í Meistaradeild Evrópu. Þeir sigruðu á sunnudaginn lið ZTR Zaporozhye frá Úkraníu með rosalegri baráttu á síðustu mínútunum síðastliðinn sunnudag og nú er komið að stór liði Flensburg. Leikurinn fer fram í Flensburg á fimmtudaginn og verður í beinni útsendingu á Eurosport 2.
Strákarnir eru með tvö stig fyrir leikinn gegn Flensburg en Flensburg er án stiga. Flensburg tapaði fyrir liði Vezprém á heimavelli sigurvegaranna á sama tíma og okkar strákar sigruðu sinn leik á sunnudaginn. En Flensburg eru nú ekki með neitt slor lið. Þeir eru eitt af stærstu liðum þýsku deildarinnar sem er ein sú sterkasta í heimi. Það má því segja að Haukastrákarnir séu að mæta einu af sterkustu liðum Evrópu.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 að staðartíma, 18:00 að íslenskum tíma, á fimmtudaginn og verður að sjálfsögðu fylgst með honum hér á heimasíðunni þar sem við munum birta stöðuna reglulega.
Í vikunni munum við fjalla um leikinn hér á síðunni og meðal annars fjalla um lið Flensburgar.