Nú fer að styttast í Íslandsmótið. En það eru innan við þrír mánuðir í mótið, 1.deildina. Aðeins eru 12 helgar í Íslandsmótið, 12 liða deild, fólk hlýtur að vera spennt.
Fyrsti leikur strákana í 1.deildinni er gegn Víkingum frá Ólafsvík, mánudaginn 12. maí, á Ásvöllum.
Strákarnir munu heimsækja fjölmörg skemmtileg og spennandi þorp og lið í sumar, Akureyri (KA, Þór), Eskifjörð (Fjarðabyggð), Garðabæ (Stjarnan), Reykjavík (Víkingur R., Leiknir R.), Njarðvík (Njarðvík), Selfoss (Selfoss), Ólafsvík ( Víking Ó.). Siglufjörð (KS/Leiftur), Vestmannaeyjar (ÍBV).
Það verður því hægt að fara í fjölmargar útileigur með fjölskyldunni og í leiðinni kíkt á leik með liðinu sínu.
Við hér á heimasíðunni munum þegar nær dregur koma með viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins og jafnvel fróðamenn um knattspyrnuna.
– Þangað til næst, ÁFRAM Haukar!
Hægt er að sjá drög á niðurröðunni hér;
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=16790