Á föstudaginn næstkomandi, 18.mars fer fram Stuðnings- og skemmtikvöld meistaraflokks karla í knattspyrnu á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.
Um er að ræða lið í fjáröflun liðsins sem og auðvitað hitting fyrir alla Haukara og aðra sem tengjast liðinu og félaginu á einn eða annan hátt. Dagskráin er fjölbreytt og munu landsþekktir einstaklingar kíkja á svæðið og skemmta, kvöldinu lýkur síðan á Júlla Diskó.
Með því að lesa meira er hægt að sjá ítarlegra hvað um er að ræða. Annars hvetjum við alla Haukamenn og konur til að fjölmenna á Players á föstudagskvöldið og bæði styrkja strákana sem og að hafa gaman í góðra vina hópi.
Síðan minnum við á leik Hauka og Þróttar í Lengjubikarnum sem fram fer á morgun, fimmtudag í Egilshöllinni klukkan 21:00 en þar mun nýráðinn þjálfari liðsins, Magnús Gylfason stjórna að alvöru sínum fyrsta leik með liðið.
Tilkynning frá meistaraflokknum varðandi Skemmti- og stuðningsmannakvöld Hauka:
Hvar? Players Kópavogi
Hvenær? Föstudagskvöldið 18.mars
Húsið opnar kl: 20.00
Hvað kostar? Skitnar 1500 kr.
Kæru stuðningsmenn og vinir. Föstudagskvöldið 18.mars verður kvöldið sem allir munu muna eftir. Þá verður STUÐNINGSMANNA- og SKEMMTIKVÖLD meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Haukum.
Öllum sem finnst gaman að skemmta sér með fallegu fólki eru velkomnir á svæðið.
Veislustjóri mun sjá um að halda uppi fjörinu en dagskráin verður ekki af verri endanum!!
Á dagskrá verður;
Pub Quiz
Happdrætti þar sem þú gætir unnið utanlandsferð, treyjur af heimsþekktum
fótboltasnillingum og margt fleira!!
Pétur Jóhann mætir á svæðið og segir nokkra vel valda brandara
JÚLLADISKÓ
Góð tilboð verða á barnum auk þess sem hægt verður að panta sérstaka Haukaborgara!