Í hádeginu voru kynnt úrslit kosningar sem fram fór á dögunum meðal þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í deildunum á sigurvegurum Íslandsmótsins. Spáin var gerð fyrir N1 deild karla og kvenna og 1. deild karla.
Strákunum okkar er spáð 3.-4. sæti ásamt HK. Stjörnunni er spáð sigri og Val 2. sæti. Í 5. sæti kemur svo Fram, Akureyri er í 6. sæti og liðunum sem spáð er falli er Afturelding og ÍBV.
Stelpunum okkar er spáð örlítið ofar en strákunum en samkvæmt spánni lenda stelpurnar í 2. sæti á eftir liði Stjörnunnar. Það eru einmitt liðin sem mættust í leiknum um meistara meistaranna þar sem okkar stelpur fóru með öruggan sigur af hólmi. Val er spáð 3. sætinu, Grótta kemur í 4. sæti, Fram í 5. sæti, HK er spáð 6. sætinu, þar næst koma FH stelpur í 7. sæti, 8. sætið fellur til Fylkis ef spáin gengur eftir og lestina rekur Akureyri.
Strákarnir okkar í U liðinu taka þátt í 1. deildinni og er spáð 6. sæti. FH er spáð sigri í deildinni og ef spáin virðist rétt þá munu ÍRingar taka sæti í N1 deildinni að nýju ásamt FHingum. Víkingur, Selfoss og Grótta koma svo í sætum 3. til 5. og neðstir í 7. sæti eru Þróttur/Fylkir á eftir okkar strákum.
Það verður spennandi að sjá hvort þessi spá nái eftir að ganga. Tímabilið hefst, eins og áður hefur komið fram á síðunni, á fimmtudaginn þegar stelpurnar okkar heimsækja Framstelpur í Safamýri. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta þangað.