Strákunum spáð Íslandsmeistaratitli

Haukar Íslandsmeistarar 2009      mynd: stefan@haukar.isHaukastrákum er spáð Íslandsmeistaratitli í N1 deildinni í vetur og Haukastelpum er spáð fjórða sæti. Þetta er niðurstaða þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liða í N1 deildunum í ár en árlega spá þessir aðilar fyrir um lokastöðu deildarinnar. 

Haukar eru Íslandsmeistarar karla síðustu tveggja ára og gangi spáin eftir yrði það í annað skipti á fyrsta áratug 21. aldarinnar sem liðið nær þeim árangri.

Haukar hafa hampað Íslandsmeistaratitli karla sjö sinnum á fyrsta áratug aldarinnar og en ekkert lið hefur unnið Íslandsmeistaratitlinn jafn oft á svo fáum árum. Gangi spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna eftir verður það í annað skipti sem liðið hampar Íslandsmeistaratitlinum í þriðja sinn á jafnmörgum árum en síðast gerði liðið það árið 2005, þá undir stjórn Páls Ólafssonar. Ekkert lið hefur náð þeim árangri að fagna Íslandsmeistaratitli oftar en sex sinnum á einum áratug.

Eins og áður segir er Haukum spáð sigri í N1 deildinni í ár en FH er spáð öðru sæti. Haukar hlutu 215 stig á meðan FH hlaup 200 stig. Valur hampar í þriðja sæti, gangi spáin eftir. Það verða Stjarnan og Grótta sem hafna í tveimur neðstu sætum deildarinnar. 

Haukastelpur sigruðu N1 deild kvenna í fyrra en féllu úr leik gegn Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins. Í ár er þeim spáð fjórða sæti deildarinnar en Fram er spáð sigri. Stjarnan mun hafna í öðru sæti deildarinnar og Valur í þriðja sæti. KA/Þór og Víkingur munu reka lestina, samkvæmt spánni.