Strákarnir töpuðu gegn Fram

Strákarnir okkar töpuðu í dag fyrir liði Fram 24-22. Strákarnir okkar byrjuðu mjög illa og komust Framarar í 8-3. Strákarnir okkar náðu að jafna 10-10 en þá komu þrjú mörk Framarar og staðan 13-10. Haukamenn komust svo yfir fljótlega eftir hálfleik og voru með forystu þar til tæpar 10 mínútur voru eftir. Þá komust Framarar yfir aftur og sigruðu svo að lokum 24-22.

Markahæstur í liði okkar manna var Gísli Jón með 6 mörk. Andri Stefan var næstur með 5 mörk.

Strákarnir okkar eru komnir í 7. sæti, tveimur stigum ofar en Fylkir sem er í fallsæti. Nú er stuðningur áhorfenda mikilvægur og þurfum við að fjölmenna á leikina hjá strákunum. Næsti leikur þeirra er næsta laugardag þegar þeir taka á móti Akureyri.