Annað árið í röð eru Haukar, liðið frá Hafnarfirði, sem voru í 3.deildinni fyrir nokkrum árum komnir í 8-liða úrslit VisaBikars karla og það frekar sanngjarnt, enda gjörsamlega slátruðum við HK í kvöld 1-0.. nei við skulum ekki missa okkur alveg í gleðinni , en sigur er sigur!
Denis Curic skoraði eina mark leiksins, þessi drengur er óstöðvandi, ætla vona að stjórnin fari bara að semja við hann til æviloka. Níu mörk í sumar og er bara ekkert að fara hætta (vonandi).
Andri Marteins. gerði þónokkra breytingar á liðinu frá síðasta leik. Hilmar Trausti, Hilmar Geir og Pétur Örn fóru allir á bekkinn og fyrir þá komu þeir Jónas, Edilon og Hilmar Rafn inn í byrjunarliðið.
Ég persónulega vill þakka Amir Mehica kærlega fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld, en hann gjörsamlega hélt liðinu inn í leiknum í fyrri hálfleik og varði á köflum meistaralega. Greinilegt að Amir er orðinn sannur Haukari – Með Haukahjarta.
Áhorfenda fjöldinn í kvöld var í miklu magni.. þá hugsa sér margir sem ekki voru á leiknum “ jáá allt HK fólk“ – Ónei, við yfirgnæfðum Landsbankadeildarlið HK utan vallar. Undiritaður vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld og ábyggilega fyrir hönd allra leikmanna meistaraflokks karla vonum við að áframhald verði á þessu. Ég heyrði í nokkrum leikmönnum eftir leik, fyrir utan það að vera ánægðir með sigurinn þá mátti heyra það að þeir voru afar sáttir með mætinguna í kvöld .
Góða Haukafólk, þetta var snilld!
En nú er bara komið að næsta verkefni, Þór Akureyri í næstu umferð í Íslandsmótinu næstu helgi, hvar annars staðar en á Ásvöllum. Klukkan 14:00 á laugardaginn.
Allir á völlinn , ÁFRAM HAUKAR!