Strákarnir heimsækja Aftureldingu

HaukarMeistaraflokkur karla í handknattleik sækir nýliðana úr Aftureldingu heim að Varmá í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:30. Afturelding hefur komið skemmtilega á óvart í undanförnum leikjum og í síðustu umferð sigruðu þeir sterkt lið Fram. Það er ljóst að Afturelding er ekki búið að segja sitt síðasta í deildinni og þurfa strákarnir að mæta vel einbeittir í leikinn. Í fyrstu umferð mótsins fóru þeir einmitt í Mosfellsbæinn og sigruðu með einu marki á dramatískan hátt. Leikur nr. tvö á milli liðanna fór fram Ásvöllum og þá sigruðu Haukar með fjórum mörkum.
Fjölmennum í Mosfellsbæinn og styðjum við bakið á strákunum okkar.

 Áfram Haukar!