Strákarnir hans Péturs unnu í Hveragerði

Semaj Inge og Haukur Óskarsson unnu Hamar í kvöld ásamt félögum sínumHaukar hófu leik í Iceland Express-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu Hvergerðinga heim. Var þetta fyrsti leikur Hauka í úrvalsdeild í þrjú ár og því mikil eftirvænting meðal Haukamanna að fá að spreyta sig á ný meðal þeirra bestu. En Haukar léku í úrvalsdeildinni frá 1983 til 2007 og því ljóst að félagið þekkir fátt annað en að vera í úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn Hauka sem voru fjölmargir í Hveragerði í kvöld fengu mikið fyrir aurinn sinn en leikurinn var hin mesta skemmtun. Bæði lið sýndu fína takta en endaspretturinn var rafmagnaður.

Haukar byrjuðu leikinn sterkt og leiddu eftir fimm mínútur 5-13. Heimamenn voru aldrei á þeim buxunum að fara gefa Haukum leikinn á silfurfati jöfnuðu og komust yfir. Eftir það var jafnræði með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö eða fjögur stig. Hamar pressaði hátt á vellinum og Haukar leistu það ágætlega. Þrátt fyrir það var liðið að tapa mörgum boltum og kannski var liðið dálítið spennt enda fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í þrjú ár.

Góð hittni hélt liðinu í leiknum en tröllið í teignum Ragnar Nathanaelsson breytti mörgum skotum Haukamanna.

Í hálfleik var staðan 38-40 fyrir Hauka.

Seinni hálfleikur var hin mesti rússíbani og stuðningsmenn beggja liða voru ein taugahrúga. Hamar beitti svæðisvörn sem og maður á mann vörn á meðan Haukarnir voru í maður á mann vörn. Áfram héldu þeir að spila hátt á vellinum og eyddu þeir mikilli orku í það. Þegar leið á leikinn fór þreyta að segja til sín hjá heimamönnum og voru margar ákvarðanir þeirra í lokin ekki góðar.

Haukastrákar náðu að klára leikinn en Örn Sigurðarson kláraði leikinn með körfu og víti að auki þegar um 10 sekúndur voru eftir. Hann ætlaði reyndar að troða en náði því ekki því brotið var á honum.

Haukar unnu 80-87 og gleði og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna Hauka mikill í leikslok enda orðnir langþráðir eftir sigri í efstu deild karla.

Stigahæstur hjá Haukum var Gerald Robinson með 29 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Háloftafuglinn Semaj Inge var með 22 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. 

Næsti leikkur Hauka er á mánudag gegn Tindastól á Ásvöllum.

Áfram Haukar

Tölfræði leiksins

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is