Strákarnir fara til Grindavíkur í kvöld í fyrsta leik Dominos deildar eftir jólafrí

Haukur ÓskarssonMeistaraflokkur karla í körfu fer til Grindavíkur í kvöld og mun etja kappi við heimamenn í fyrsta leik eftir jólafrí, kl. 19:15 í kvöld, fimmtudag.

Haukarnir sitja í 3-4 sæti Dominos deildar en Grindavík í því 9. Ekki er þó langt á milli þessara liða en aðeins munar þrem leikjum, 6 stigum, og því er um gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið. Grindvíkingar í harðri baráttu um að komast í úrslitakepnina og Haukar í baráttu um heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hvetjum allt Haukafólk til að gera sér ferð til Grindavíkur og hvetja strákana til sigurs í þessum mikilvæga leik.