Strákarnir deildarmeistarar

Strákarnir fylgdu stelpunum eftir og toppuðu fullkominn dag þegar þeir sigruðu ÍR í mögnuðum leik og tryggðu sér fjórða deildarmeistara titilinn í röð. Frétt mbl.is verður einnig látin nægja í bili:
Haukar eru deildarmeistarar í úrvalsdeild karla í handknattleik, DHL-deild, eftir 31:29 sigur gegn ÍR í úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar. ÍR féll því niður í þriðja sætið með tapinu en Haukar mæta sigurliðinu úr viðureign Víkings og FH um áttunda sætið í úrslitakeppninni.