Síðasta mótið af fimm í Íslandsmóti 5. fl. karla eldra árs í handbolta var haldið fyrir skömmu í Hafnarfirði. Haukarnir sendu fjögur lið til keppni sem stóðu sig öll með prýði.
B-liðið Hauka sigraði sína deild og A-lið Hauka sigraði 1. deildina eftir harða keppni sem skilaði þeim 2. sætinu á Íslandsmótinu í heildina.