Stjórn knattspyrnudeildar Hauka 2020

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka var haldinn sl. þriðjudag á Ásvöllum.

Á fundinum fór Halldór Jón Garðarsson, formaður deildarinnar, yfir síðasta keppnistímabil og helstu markmið stjórnar fyrir árið 2020 en öll stjórnin bauð sig fram til endurkjörs.  Þá fór Karl Guðmundsson, gjaldkeri deildarinnar, yfir rekstur meistaraflokka síðasta árs.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fyrir árið 2020 er skipuð eftirtöldum aðilum:

Halldór Jón Garðarsson, formaður

Jón Björn Skúlason, varaformaður

Karl Guðmundsson, gjaldkeri

Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla

Oddný Sófusdóttir, formaður meistaraflokksráð kvenna

Brynjar Viggósson, formaður BUR kk

Þórdís Rúriksdóttir, formaður BUR kvk

Helga Helgadóttir, ritari stjórnar

Elías Atlason, meðstjórnandi, sem kemur nýr í stjórn

Ellert Ingi Hafsteinsson, meðstjórnandi

Gísli Aðalsteinson, meðstjórnandi, sem kemur nýr í stjórn

Guðmundur Ólafsson, meðstjórnandi

Guðmundur St. Sigurðsson, meðstjórnandi, sem kemur nýr í stjórn

Jóhann Unnar Sigurðsson, meðstjórnandi