Stjarnan-Haukar 4-liða úrslit kvenn

Glæsilegur sigur á afmælisdegi Hauka.Frábær stórsigur 16-24 hjá stelpunum okkar á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum. Þær kláruðu fyrsta leikinn “létt” á miðvikudaginn og ekki var þessi síðri.
Staðan í hálfleik var 7-16 og var fyrri hálfleikur hreint út glæsilegur. Þær stóðu vörnina eins og klettur og flest sem fór í gegn tók Lucia í markinu. Þetta skilaði fullt af hraðaupphlaupum og góðum mörkum. Seinni hálfleikur var nánast formsatriði og áttu heimamenn aldrei möguleika að vinna upp muninn.

Íbv vann Val í dag og því ljóst að við Haukar mætum ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins. Búast má við spennandi og skemmtilegum hörkuleikjum þar sem tvö sterkustu liðin í dag mætast.
Leikdagar eru þessir:

Laugard. 26. apríl kl. 16.00 Vestmannaeyjar
Þriðjud. 29. apríl kl. 19.15 Ásvellir
Fimmtud. 1. maí kl. 19.15 Vestmannaeyjar
Laugard. 3. maí kl. 16.00 Ásvellir
Mánud. 5. maí kl. 19.15 Vestmannaeyjar

Eins og áður þarf þrjá sigra til að tryggja sér titilinn.