Glæsilegur sigur á afmælisdegi Hauka.Frábær stórsigur 16-24 hjá stelpunum okkar á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum. Þær kláruðu fyrsta leikinn létt á miðvikudaginn og ekki var þessi síðri.
Staðan í hálfleik var 7-16 og var fyrri hálfleikur hreint út glæsilegur. Þær stóðu vörnina eins og klettur og flest sem fór í gegn tók Lucia í markinu. Þetta skilaði fullt af hraðaupphlaupum og góðum mörkum. Seinni hálfleikur var nánast formsatriði og áttu heimamenn aldrei möguleika að vinna upp muninn.
Íbv vann Val í dag og því ljóst að við Haukar mætum ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins. Búast má við spennandi og skemmtilegum hörkuleikjum þar sem tvö sterkustu liðin í dag mætast.
Leikdagar eru þessir:
Laugard. | 26. apríl | kl. 16.00 | Vestmannaeyjar |
Þriðjud. | 29. apríl | kl. 19.15 | Ásvellir |
Fimmtud. | 1. maí | kl. 19.15 | Vestmannaeyjar |
Laugard. | 3. maí | kl. 16.00 | Ásvellir |
Mánud. | 5. maí | kl. 19.15 | Vestmannaeyjar |
Eins og áður þarf þrjá sigra til að tryggja sér titilinn.