Stjarnan – Haukar í kvöld

Við minnum á leikinn hjá strákunum í kvöld klukkan 20:00 en þeir kíkja þá í heimsókn í Garðabæinn og mæta liðið Stjörnunnar í N1-deild karla.

Strákarnir okkar sigruðu lið Akureyris í síðustu umferð á Ásvöllum með tveimur mörkum eftir að hafa náð mest níu marka forystu. Leikir Hauka og Stjörnunnar hafa undanfarið verið afar spennandi og er ekki búist við öðru í kvöld.

Strákarnir hafa gefið það út að þeir ætli sér að sigra síðustu leiki tímabilsins og því er ekkert að vandbúnaði en að skella sér í Mýrina í kvöld og fylgjast með strákunum.

Haukar verða án Sigurbergs og Arnars Jóns í kvöld vegna meiðsla. En Sigurbergur brotnaði á fæti gegn Fram á föstudagskvöldið, er Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.

ALLIR Á  VÖLLINN Í KVÖLD ÁFRAM HAUKAR !

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.