Stelpurnar unnu Fram

Í dag fór fram leikur Fram og Hauka í DHL deild kvenna. Stelpurnar okkar náðu strax ágætu forskoti og komust í 10-5. Þær héldu forskotinu út allan leikinn og sigruðu að lokum 29-26.

Stelpurnar okkar spiluðu mun betur en þær hafa oft gert í vetur. Allar stelpurnar fengu að spila í leiknum og komu ungu stelpurnar vel frá þessum leik. Þær sköpuðu sér færi en voru óheppnar með skot. Vörnin stóð sig vel og mátti sjá þó nokkra baráttu þar. Stelpurnar eru ennþá í 4. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Stjarnan.

Næsti leikur stelpnanna er á miðvikudag þegar þær taka á móti ÍBV á Ásvöllum. Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar til sigurs. ÍBV er í 5. sæti, 5 stigum á eftir stelpunum okkar. Fjölmennum nú á Ásvelli og sýnum að við eigum flottustu stuðningsmenn landsins.

ÁFRAM HAUKAR!!