Haukastelpur heimsóttu Valsstúlkur í dag og töpuðu í hörku leik með aðeins einu stigi 65-64.
Leikurinn var í járnum allan tímann en það var Lovísa Guðmundsdóttir sem skoraði sigurkörfu Vals þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum.
Haukar héldu í sókn og fengu tækifæri til að komast yfir en boltinn vildi ekki ofani og Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi.
Slavica Dimovska var stigahæst Haukakvenna með 22 stig.
Mynd: Úr leik kvöldsins en Haukastelpur voru mjög nálægt sigri – stefan@haukar.is