Haukar og ÍA mættust á Akranesvelli á föstudagskvöldið sl. í úrslitaleik Lengjubikarkeppni kvenna C-deildar í knattspyrnu. Fór svo að það voru heimastúlkur í ÍA sem höfðu sigur 1-0 og kom markið strax á 2. mínútu leiksins. ÍA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi, í síðari hálfleik voru okkar stúlkur hins vegar sterkari aðilinn en sköpuðu sér ekki nægjanlega mörg færi. Besta færi Hauka í leiknum kom í viðbótartíma en vörn ÍA var vel á verði og tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu.
Haukastelpurnar geta hins vegar vel við unað en liðið hefur verið vaxandi í leik sínum í vetur og verður spennandi að sjá hvernig stúlkunum reiðir af í 1.deildinni í sumar. Fyrsti leikur í Íslandsmótinu er á föstudagskvöldið nk. þegar stelpurnar halda upp í Breiðholt og mæta ÍR á ÍR-velli kl.19:15.