Stelpurnar spila í bikarnum á morgun

HaukarHaukar og Víkingur Ólafsvík mætast á morgun kl.14.00 á Ásvöllum í Borgunarbikarkeppni kvenna í fótbolta. Um er að ræða fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum okkar.

Haukaliðið hefur tekið miklum breytingum í vetur og hefur hópurinn styrkst til mikilla muna, stelpurnar ætla sér stóra hluti í deildinni í sumar og góður stuðningur áhorfenda skiptir þær að sjálfsögðu máli.

Við vekjum athygli á því að frítt er á leiki stelpnanna í sumar og hlökkum við til að sjá sem flesta stuðningsmenn á vellinum á morgun.