Stelpurnar okkar léku gegn Fram á Ásvöllum í dag, rétt eftir að strákarnir töpuðu gegn Fram í Safamýrinni. Stelpurnar höfðu því harma að hefna fyrir strákana og vildu allir Haukamenn að sjálfsögðu sjá sigur í þessum leik.
Framstelpur voru alltaf skrefinu á undan og leiddu með einu til tveimur mörkum þar til í stöðunni 10-10. Þá juku þær muninn og komust í 13-10. Staðan í hálfleik var 12-14.
Eftir leikhlé náðu okkar stelpur að minnka muninn aftur í 1 mark en ennþá var Fram alltaf skrefinu á undan. Stelpurnar okkar komust í fyrsta skipti yfir í stöðunni 22-21 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Þær náðu mest 5 marka forskoti, 27-22, og sigruðu að lokum 29-26.
Markahæst í liði Hauka var Ramune með 13 mörk og næst á eftir kom hraðasti leikmaður deildarinnar Hanna Guðrún með 10 mörk.
Hjá Fram var það Anett Köbli sem var markahæst með 10 mörk, næst kom Guðrún Þór Hálfdánsdóttir með 7 mörk.
Næsti leikur stelpnanna er á þriðjudaginn þegar þær fara til Vestmannaeyja og spila gegn ÍBV. Næsti heimaleikur er næsta laugardag þegar þær taka á móti Stjörnunni.