Í gærkvöldi fór fram fyrsti leikur vetrarins í meistaraflokki kvenna. Þá sóttu okkar stelpur Eyjastelpur heim í leiknum um meistara meistaranna. Stelpurnar okkar sigruðu leikinn með 11 marka mun, 34-23, og eru því meistarar meistaranna. Sandra Stjokovic var markahæst með 11 mörk og Helga Torfadóttir varði mjög vel.
Þetta er aðeins fyrsti titill vetrarins. Íslandsmótið hefst svo á miðvikudaginn í næstu viku, 27.september, en þá eigum við Haukafólk tvo leiki. Fyrri leikurinn verður klukkan 18:00 gegn liði Akureyrar í meistaraflokki kvenna og síðar um kvöldið á meistaraflokkur karla fyrsta leik sinn í úrvalsdeild karla gegn ÍR í Austurbergi. Sá leikur hefst klukkan 20:00.