Mfl. kvenna tekur þátt í hraðmóti Njarðvíkur sem verður um helgina.
Keppt verður í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði en það er á gömlu herstöðinni.
Stelpurnar hefja leik á föstudag kl. 17:45 þegar þær etja kappi við heimastúlkur í Njarðvík.
Haukar eru ásamt Njarðvík, KR og Fjölni í A-riðli.
Mótinu lýkur á laugardag þegar leikið verður til úrslita.
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka verður án lykilmanna en þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir verða fjarri góðu gamni en þær taka þátt í verkefnum með A-landsliði kvenna og verða á Írlandi um helgina.
Mynd: nonni@karfan.is – Kristrún Sigurjónsdóttir er lykilleikmaður í Haukaliðinu.