
Matthías Árni Ingimarsson er fyrirliði mfl. karla og mikill baráttujaxl sem mun án vafa gefa allt í leikinn í kvöld.
Í kvöld léku stelpurnar okkar leik nr. 2 gegn ÍBV og leikið var á Ásvöllum. Leikurinn náði því miður aldrei að vera spennandi því gestirnir úr Eyjum náðu fljótt forystu sem þær létu ekki af hendi og lokaniðurstaðan varð 20-27. Þessi úrslit þýða að stelpurnar hafa lokið leik í Olísdeildinni þetta árið.
Strákarnir unnu flottan sigur á FH á þriðjudagskvöldið en lokatölur í Krikanum voru 29-32. Leikur nr. 2 á milli liðanna er í kvöld í Schenkerhöllinni að Ásvöllum og með sigri geta Haukapiltar tryggst sæti sitt í undanúrslitum. Nú fyllum við pallana á Ásvöllum og látum vel í okkur heyra. Mætum í rauðu.
Áfram Haukar!