Fyrsti leikur hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu fer fram í kvöld á Hertz-vellinum (ÍR-vellinum) í neðra Breiðholti. Skv. spá sérfræðinga fótbolta.net er báðum liðum spáð ágætis gengi í sumar og þó sér í lagi okkar stelpum sem spáð er 3. sæti riðilsins. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að svo geti orðið og þar á meðal telur stuðningur hvers áhorfenda mikið.
Lið okkar Haukanna er mjög ungt og byggt upp á stelpum sem hafa verið í yngri flokkum Hauka alla sína tíð, því ætti ekkert að vanta upp á baráttuviljan innan vallar! Við hvetjum Haukafólk til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar til góðra verka!