Stelpurnar fá ÍBV í heimsókn

Stelpurnar fá ÍBV í heimsókn á morgun, miðvikudag, kl. 18:00 í mikilvægum leik í Olís deild kvenna.
 
Áhorfendur eru leyfðir með takmörkunum.
Við höfum því tekið þá ákvörðun að eingöngu stuðningsmenn okkar í Haukum í horni, okkar iðkendur og styrktaraðilar deildarinnar gegn framvísun árskorts njóti forgangs en hægt er að nálgast miða frá kl. 17:00.
 
Alla þurfum við að skrá: nafn, kennitölu og símanúmer.
 
Meðlimir Hauka í horni eru beðnir um að framvísa meðlimaskírteini og hafa ber í huga vegna nýjustu reglna um númerið sæti gæti fólk þurft að sitja í öðrum sætum en þeim sem þau eiga merkt í stúkunni.
 
Mjög mikilvægt er að mæta tímalega þar sem aðeins fáir fá aðgang að meðtöldum börnum þar sem mikill tími mun fara í skráningu vegna þess að allir þurfa að vera í merktum sætum.
10 mínútum fyrir leik er hægt að kaupa miða í almennri sölu ef færri mæta en leyfilegt er og er miðaverð 2000 krónur.
 
Ég vona að þið hafið skilning á aðstæðum sem við erum í en það er engin leið fyrir okkur önnur en að vanda til verka til að geta uppfyllt þær kröfur sem á okkur eru lagðar.
 
Áfram Haukar!