Haukastelpur eru á miklu skriði í Iceland Express-deild kvenna. Í gær unnu þær góðan sigur á Njarðvík 67-80 í Ljónagryfjunni. Var þetta þriðji leikur stelpnanna í röð í deildinni en þær eru búnar að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum. Eftir brösuga byrjun í deildinni þar sem fyrstu þrír leikirnir töpuðust hafa þær sannarlega fundið taktinn á ný og eru nú komnar í 4.-5. sæti Iceland Express-deildar kvenna.
Leikurinn var í beinni útsendingu á Sporttv.is – Haukar tóku öll völd í seinni hálfleik eftir frekar jafnan fyrri hálfleik. Haukar leiddu þó með fimm stigum í hálfleik 32-37. Í þeim seinni komst Njarðvík aldrei yfir og Haukar lönduðu mikilvægum sigri.
Stigahæst hjá Haukum var Hope Elam með 27 stig og 12 fráköst. Íris Sverrisdóttir skoraði 23 stig.
Sannarlega glæsilegur leikur hjá stelpunum í dag en næsti leikur hjá þeim er á miðvikudag gegn Snæfell hér á heimavelli í Schenkerhöllinni.
Áfram Haukar