Stelpurnar í 4. sæti

Í dag fóru stelpurnar okkar í heimsókn á Seltjarnarnes. Leikurinn byrjaði ekki vel, það gekk hægt að skora mörkin og einkendist leikurinn til að byrja með af mörgum mistökum. Okkar stelpur voru þó betri til að byrja með og voru yfir 2-3 mörkum þar til 14 mínútur og 2 sekúndur voru liðnar af leiknum.

Þá misstum við Helgu af velli og Einar þjálfara með rautt spjald. Þann tíma nýttu Gróttustelpur vel og komust í góða forystu.

Okkar stelpur minnkuðu þó muninn og staðan í hálfleik var 12-10 Gróttu í vil. Það eina sem skyldi liðin af í hálfleik var þessi tveggja mínútuna kafli þar sem við vorum tveimur færri.

Í síðari hálfleik gekk ekki mikið upp hjá okkar stelpum. Sóknin gekk illa og sömu leiðis vörnin. Þetta nýttu Gróttu stelpur sér og sigruðu að lokum 27-21.

Stelpurnar enda því í 4. sæti í deildinni og mæta því Stjörnunni í undanúrslitum deildarbikarsins og fer fyrsti leikurinn fram þriðjudaginn 24. apríl.