St. Otmar – Haukar mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu öruggan stórsigur á svissneska liðinu St.Otmar í fyrri leik liðanna. Þetta var útileikur Hauka og lokatölur 25-41. Eftir rúmlega 3 mín. leik var staðan 1-5 fyrir Hauka og tók þá þjálfari gestann leikhlé en það breytti litlu. Stelpurnar okkar létu ekki af hendi forystuna og staðan í hálfleik 15-20 fyrir Hauka. Í síðari hálfleik juku þær muninn jafnt og þétt og áttu þær svissnesku aldrei möguleika, yfirburðir Hauka voru það miklir.

Síðari leikur liðanna er á morgun sunnudag kl. 17:00. Sá leikur ætti að verða léttur fyrir stelpurnar okkar miðað við úrslit dagsins en ekkert er öruggt í boltanum. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja stelpurnar okkur til sigurs og áfram í 3. umferð EHF keppninnar.