Stúlknaflokkur leikur til úrslita í Íslandsmótinu en það varð ljóst eftir að þær lögðu Keflavík að velli 53-63 í skemmtilegum leik en hann var sýndur beint á netinu.
Haukastelpur höfðu frumkvæðið mest allan leikinn og unnu að lokum sanngjarnan sigur.
Stigahæst hjá Haukum var Margrét Rósa Háfldanardóttir með 15 stig og 10 fráköst og Árnína Lena Rúnarsdóttir skoraði 14.
Úrslitalieikurinn er á morgun kl. 12.00 inní Smára og mæta Haukar annað hvort KR eða Snæfell en þessi lið eru að spila þessa stundina.
Heimasíðan hvetur alla Haukamenn að leggja leik sína í Kópavog á morgun og hjálpa stelpunum að innbyrða sinn annan titil í vetur en þær urðu bikarmeistarar fyrr í vetur.
Áfram Haukar