Stúlknaflokkur náði 2.sæti í leikjum helgarinnar þrátt fyrir vængbrotið lið
Heimasíðan fékk pistil frá Hönnu S. Hálfdánardóttur Þjálfara sem er að gera góða hluti með stelpurnar.
Við fórum galvaskar á laugardagsmorgni með brothætt lið þar sem Aldís gat ekki spilað vegna ökklavandamála, Kristjana slæm af ökkla- og hnémeiðslum, Dagbjört með flensu og Sólrún gat ekki spilað vegna puttabrots fyrr í vikunni.
Fyrsti leikurinn var vs. Njarðvík og unnum við leikinn 58-44. Einkennist af mikilli baráttu og dugnaði að hálfu haukaskvísanna. Stigaskor: Margrét 22 stig (skoraði öll stigin í fyrsta leikhluta, 10 stig), Dagbjört 19 stig, Lovísa 14 stig, Kristjana 3 stig,
Næsti leikur var vs. Grindavík og unnum við leikinn 59 – 44. Flottur leikur hjá stelpunum og mjög skemmtilegur. Stigaskor: Lovísa 23 stig, Margrét 16 stig, Dagbjört 12 stig, Hrund Hanna 4 stig, Kristjana 2 stig.
2 sigrar eftir fyrsta leikdaginn og allar fórum við spenntar heim fyrir morgundeginum. En laugardagskvöldið gekk ekki yfir áfallalaust, við fórum úr brothættu liði yfir í vængbrotið lið þar sem við misstum bæði Dagbjörtu og Lovísu vegna meiðsla og Hrund Hanna sem var búin að standa sig frábærlega á laugardeginum sá sig ekki fært til að mæta á sunnudeginum. En í staðin þá komu Sólrún og Margrét Vala til leiks, báðar að harka af sér meiðsli og veikindi.
Fyrsti leikurinn var vs. Hamar og unnum við 38-34 í spennandi leik þar sem Lovísa var á bekknum þar til rétt í lokin og sett þá niður 6 mikilvæg stig. Annars voru allar stelpurnar Margrét Rósa, Sigrún Elva, Krisjana Ósk, Eydís, Guðrún Þóra, Karen, Freydís Rut, Margrét Vala allar að standa sig mjög vel, góð barátta. Stigaskor: gula blaðinu var hent L
Annar leikurinn var vs. Keflavík og við töpuðum 21-75, ekki mikið meira um þann leik að segja en að stelpurnar trúðu ekki að þær myndu vinna þann leik alveg frá byrjun. Stigaskor: Græna blaðinu va rhent L
Við lentum í 2. sæti sem er mjög gott en markmiðið er að vinna næsta mót eftir jól J Þurfum að fara yfir marga hluti en þegar á allt er litið þá er ég mjög ánægð með stelpurnar mínar.
Kveðja Hanna þjálfi.