Haukar töpuðu fyrir ÍR í kvöld í Iceland Express-deild karla. Sigur heimamanna var mjög stór en lokatölur leiksins voru 104-86 ÍR í vil.
ÍR-ingar voru sterkari á öllum vígstöðvum í leiknum og unnu sanngjarnan sigur.
Stigahæstur hjá Haukum var Semaj Inge með 20 stig og Gerald Robinson með 15 stig.
Guðmundur Kári Sævarsson, ungur leikmaður meistaraflokks, skoraði sitt fyrsta stig í úrvalsdeildinni en hann lék síðustu mínútur leiksins.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Næsti leikur er á mánudag en þá fáum við Keflvíkinga í heimsókn kl. 19.15.