Stórleikurinn er í kvöld! – Í beinni hér á síðunni

HaukarLeikurinn sem allir Hafnfirðingar og þó víða væri leitað hafa beðið eftir er í kvöld, Haukar – FH í N1-deild karla hefst klukkan 19:30 og fer hann fram í Íþróttamiðstöð Hauka, Ásvöllum.

Forsala á leikinn hófst í gær og er enn í fullum gangi en hægt að er að kaupa miða á Ásvöllum en miðaverð er 1000 kr fyrir 16 ára og eldri. En frítt er fyrir yngri en 16 ára.

Búist er við troðfullum Ásvöllum í kvöld og mikilli stemmingu enda leikurinn ekki sýndur í sjónvarpinu og það eru allir sammála um það að leikir þessara liða eru stærstu leikir deildarinnar. 

Leikurinn mun vera lýstur hér í beinni textalýsingu þ.e.a.s. ef netið á leikstað mun vera í góðulagi. Textalýsingin hefst um kl. 19:00. 

En samt sem áður hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn og sjá topplið N1-deildar karla, Íslandsmeistarana taka á móti Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

Haukar – FH
Ásvöllum
19:30
Fimmtudaginn, 5.febrúar ( í kvöld )