Sannkallaður stórleikur fer fram í Strandgötunni í dag, laugardag, þegar Haukar og Fram mætast í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er leikinn í Strandgötunni þar sem talning atkvæða fer fram á Ásvöllum. Fram er í öðru sæti deildarinnar og Haukar því fjórða. Mætum öll í Strandgötuna og styðjum stelpurnar til sigurs.