Stórleikur í Safamýrinni á morgun

HaukarÞað verður stórleikur í N1-deild kvenna á morgun þegar Haukastelpur heimsækja Framara heim í Safamýrina. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum í deildinni og bæði gegn Val. Haukar töpuðu með fjórum mörkum 31-27 en Framarar með þremur mörkum 25-22 á heimavelli.

 

Haukar og Fram mættust í N1-deild kvenna 8.nóvember á Ásvöllum og þann leik sigruðu Framarar með þremur mörkum 27-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13.

 

Það má því búast við hörkuleik á morgun en sigri Haukar halda þær inn í við efstu þrjú liðin en tapi þær leiknum eru þær búnar að dragast heldur langt í burtu og einungis tveimur stigum á undan FH.

Fjölmennum í Safamýrina á morgun og hvetjum stelpurnar áfram.