Á morgun, fimmtudag kl. 20:00, hefst önnur umferð í Olísdeild karla og eiga Haukar heimaleik gegn Val. Liðin áttust við í Vodafonehöllinni í fyrsta leik mótsins þann 19. september og þá höfðu Valsmenn betur 27 – 22 eftir að staðan hafði verið 10 – 10 í hálfleik. Síðan þá hefur Haukum gengið aðeins betur en Valsmönnum og sitja núna í efsta sæti deildarinnar með 10 stig, með 5 sigurleiki og 2 tapleiki. Valsmenn eru 5. sæti með 8 stig, með 4 sigurleiki og 3 tapleiki.
Búast má við hörkurimmu á Ásvöllum á morgun og mikilvægt að fá góða mætingu og stemmningu í stúkuna.
Áfram Haukar!