Það verður sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika á fimmtudagskvöld klukkan 19:30 en þá fer fram fyrsti Hafnarfjarðaslagur tímabilsins!
Haukar sækja semsagt heim Íslandsmeistara FH en eitt stig skilur liðin af í N1 deild karla og hafa hvort um sig aðeins tapað einum leik og FHingar leyft eitt jafntefli. Það má því búast við hörkuspennandi og jöfnum leik á fimttudaginn en það þarf ekki að útskýra það fyrir neinum sem hundsvit hefur á handbolta að þetta eru flottustu leikirnir sem fara fram í íslenskum handbolta, þarna er alltaf barist til síðasta blóðdropa og allt lagt undir.
Það er miklu meira en tvö stig í boði, þetta snýst um heiðurinn, montréttinn fram að næsta stríði!
Þetta er slagurinn um Hafnarfjörð!
Áfram Haukar!
Sjáumst á vellinum klukkan 19:30 á fimmtudag.