Stórleikur í 1. deildinni í fótbolta í kvöld, Haukar – ÍA

Björgvin StefánssonHaukastrákarnir í fótboltanum fá verðugt verkefni í kvöld, miðvikudag, þegar lið ÍA kemur í heimsókn á Ásvelli. Haukar hafa farið ágætlega af stað í sumar eru í 4. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 6 leiki en lið ÍA er á toppnum með 16 stig, hafa ekki tapað leik en gert eitt jafntefli. 
Haukar töpuðu gegn Gróttu í síðustu umferð 3 – 2 og vilja vafalítið komast aftur á sigurbraut. Til að leggja ÍA að velli þurfa Haukastrákar að koma einbeittir til leiks og berjast um alla bolta og umfram allt hafa trú á verkefninu.

Leikurinn er í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 20.00 á Ásvöllum.

Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á HaukarTV hér á síðunni, fyrir þá sem ekki sjá sér fært um að mæta á leikinn sjálfan. Útsendingin á HaukarTV hefst rétt rúmlega tíu mínútum fyrir leik.

Nú mæta allir á völlinn og öskra sig hása, ÁFRAM HAUKAR!